Innlent

Hælisleitandi handtekinn á ný

Frá heimili hælisleitenda að Fitjum.
Frá heimili hælisleitenda að Fitjum. VF mynd/Hilmar Bragi

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í dag mann í húsnæði hælisleitenda að Fitjum. Að sögn lögreglu þurfti að taka mannin úr umferð þar sem hann var ekki í „jafnvægi", eins og það var orðað.

Grunur lék á að maðurinn væri vopnaður hnífi og klæddust lögreglumenn skotheldum vestum í aðgerðinni. Maðurinn veitti þó ekki mótspyrnu og fór friðsamlega í fylgd lögreglu úr húsnæðinu. Hann situr nú í fangaklefa í Reykjanesbæ en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort krafist verði gæsluvarðhalds.

Heimildir Vísis herma að þarna sé á ferðinni sami maður og lögregla handtók daginn sem húsleit var framkvæmd að Fitjum. Þá var hann dæmdur af Héraðsdómi Reykjaness í sex vikna gæsluvarðhald á grundvelli útlendingalaga. Hæstiréttur felldi síðar þann úrskurð úr gildi og vakti það hörð viðbrögð hjá lögreglumönnum á Suðurnesjum og forstjóra Útlendingastofnunar.












Tengdar fréttir

Forstjóri Útlendingastofnunar mjög undrandi á úrskurði Hæstaréttar

Haukur Guðmundsson, forstjóri Útlendingastofnunar segist mjög undrandi á úrskurði Hæstaréttar en dómurinn hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjaness að hælisleitandi sem grunaður er um hótanir og ofbeldi og að hafa villt á sér heimildir skuli sæta gæsluvarðhaldi í sex vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×