Innlent

Íslendingur handtekinn með kókaín á Spáni

Íslenskur karlmaður á leið frá Brasilíu var handtekinn síðastliðinn föstudag á flugvellinum í Barselóna með fjögur kíló af kókaíni í farangri sínum. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Íslendingurinn var líkt og áður sagði að koma frá Brasilíu þegar löggæslumenn á flugvellinum uppgötvuðu við eftirlit að taska hans hafði tvöfaldan botn þar sem kókaínið hafði verið falið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×