Innlent

Margsaga þjófur handtekinn í Grafarvogi

Karl um þrítugt var handtekinn í Grafarvogi eftir hádegi á föstudag en mikið af þýfi fannst í tveimur bifreiðum sem hann hefur til umráða. Maðurinn var margsaga við yfirheyrslu á lögreglustöð en viðurkenndi þó að hafa stolið ýmsu af því sem fannst í bílunum hans.

Annað sagðist hann eiga sjálfur og hafa komist yfir það með ýmsum hætti en lögreglu þóttu skýringar mannsins lítt trúverðugar. Unnið er að því að koma hinum stolnu munum aftur í réttar hendur en ljóst er að þessi vinna lögreglunnar hefur orðið til þess að upplýsa nokkur innbrot.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×