Staða Jóns Ásgeirs veikist 29. september 2008 18:59 Stoðir, sem áttu 30 prósenta hlut í Glitni, fengu í dag greiðslustöðvun, sem alla jafna er undanfari gjaldþrots. Eigendur Stoða horfa því fram á tugmilljarða tap af fjárfestingum sínum. Jón Ásgeir Jóhannesson fer þar fremstur í flokki. Fjölmargir eiga allt sitt undir þegar kemur að viðskiptum og eignarhlut í Glitni. Stoðir er stærsti hluthafi Glitnis með rétt rúmlega 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar í Glitni eru Þáttur í eigu Karl Wernerssonar, Saxbygg og Salt Investments sem Róbert Wessman á. Allir þessar aðilar tapa gríðarlegum fjárhæðum á ríkisvæðingu Glitnis. Eignarhlutur þeirra líkt og annarra minnkar verulega. Til að mynda verður 30 prósenta hlutur Stoða að 8 prósentum og sex prósenta hlutur Karls Wernerssonar 1,25 prósent. Ríkið kaupir á genginu 7,5 sem er 51 prósenti minna en gengið var við lokun markaða á föstudag. Markaðsvirði Glitnis hefur því rýrnað um meira en 60 prósent eða 121 milljarð. Stoðir ramba á barmi gjaldþrots eftir atburði dagsins og hljóta því allir stærstu hluthafar félagsins að eiga verðlitla eign. Styrkur Invest er stærsti hluthafi Stoða. Í því félagi eru Gaumur og Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherja, stærstu eigendur. Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á 12,2% hlut í Stoðum. Oddaflug Hannesar Smárasonar og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, eru einnig stórir hluthafar í Stoðum. Hlutir þessara aðila eru lítils virði í dag. Gaumur, sem er einkahlutafélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, systur hans Kristínar og foreldra þeirra, yfirtók í sumar nokkrar af eigum Baugs, svo sem Haga, sem eiga Hagkaup og Bónus, 365 og Teymi svo fátt eitt sé nefnt, sem og hlut Baugs í Stoðum með tilheyrandi skuldum. Jón Ásgeir Jóhannesson er aðaleigandi og lykilmaður í öllum þessum félögum og fyrirtækjum. Það er því ljóst að staða hans hefur aldrei verið veikari. Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
Stoðir, sem áttu 30 prósenta hlut í Glitni, fengu í dag greiðslustöðvun, sem alla jafna er undanfari gjaldþrots. Eigendur Stoða horfa því fram á tugmilljarða tap af fjárfestingum sínum. Jón Ásgeir Jóhannesson fer þar fremstur í flokki. Fjölmargir eiga allt sitt undir þegar kemur að viðskiptum og eignarhlut í Glitni. Stoðir er stærsti hluthafi Glitnis með rétt rúmlega 30% hlut. Aðrir stórir hluthafar í Glitni eru Þáttur í eigu Karl Wernerssonar, Saxbygg og Salt Investments sem Róbert Wessman á. Allir þessar aðilar tapa gríðarlegum fjárhæðum á ríkisvæðingu Glitnis. Eignarhlutur þeirra líkt og annarra minnkar verulega. Til að mynda verður 30 prósenta hlutur Stoða að 8 prósentum og sex prósenta hlutur Karls Wernerssonar 1,25 prósent. Ríkið kaupir á genginu 7,5 sem er 51 prósenti minna en gengið var við lokun markaða á föstudag. Markaðsvirði Glitnis hefur því rýrnað um meira en 60 prósent eða 121 milljarð. Stoðir ramba á barmi gjaldþrots eftir atburði dagsins og hljóta því allir stærstu hluthafar félagsins að eiga verðlitla eign. Styrkur Invest er stærsti hluthafi Stoða. Í því félagi eru Gaumur og Kaldbakur, fjárfestingafélag Samherja, stærstu eigendur. Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, á 12,2% hlut í Stoðum. Oddaflug Hannesar Smárasonar og Materia Invest, sem er í eigu Magnúsar Ármanns og Þorsteins M. Jónssonar, eru einnig stórir hluthafar í Stoðum. Hlutir þessara aðila eru lítils virði í dag. Gaumur, sem er einkahlutafélag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, systur hans Kristínar og foreldra þeirra, yfirtók í sumar nokkrar af eigum Baugs, svo sem Haga, sem eiga Hagkaup og Bónus, 365 og Teymi svo fátt eitt sé nefnt, sem og hlut Baugs í Stoðum með tilheyrandi skuldum. Jón Ásgeir Jóhannesson er aðaleigandi og lykilmaður í öllum þessum félögum og fyrirtækjum. Það er því ljóst að staða hans hefur aldrei verið veikari.
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira