Innlent

Bíll brann til kaldra kola

Fólksbíll brann til kaldra kola, og annar skemmdist mikið skammt frá Laugardalshöll síðdegis í dag. Svo virðist sem kviknaði hafi í út frá gaskútum í farangursrými bílsins. Bíllinn varð alelda á skammri stundu, og komst ökumaður bílsins út við illan leik.

Vegfarandi stöðvaði bíl sinn við hlið brennandi bílsins til að aðstoða, en svo fór að eldurinn læsti sig í þeim bíl líka. Sá er mikið skemmdur.

Slökkvilið réði niðurlögum eldsins og var ökumaðurinn fluttur á slysadeild með brunasár. Nánari upplýsingar um líðan hans fást ekki að svo stöddu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×