Innlent

Hollywood gerir mynd um Bobby Fischer

Ný kvikmynd um Bobby Fischer er í bígerð í Hollywood. Það eru kvikmyndafyrirtækin Universal og Working Title sem hafa komið sér saman um gerð myndarinnar.

Myndin verður byggð á bókinni "Bobby Fischer Goes to War" eða Bobby Fischer heldur í stríð en þar var lögð áhersla á heimsmeistaraeinvígið hér á landi 1972. Greint er frá þessu í fagblaðinu Variety.

Það er Kevin MacDonald sem leikstýra mun myndinni og hefst hann handa um leið og hann hefur lokið gerð myndarinnar State Of Play sem mun vera pólitísk hasarmynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×