Staða þjóðarbúsins gjörbreytt – Megnið af erlendum skuldum hverfa 17. október 2008 12:41 Greining Glitnis segir að þótt óljóst sé enn hver erlend staða þjóðarbúsins verður eftir þá uppstokkun sem nú á sér stað á íslensku fjármálakerfi er ljóst að hún mun breytast í grundvallaratriðum. Um það bil 85% af erlendum skuldum þjóðarbúsins um mitt ár voru skuldir innlánsstofnana. Mikill hluti þessara skulda mun nú þurrkast út, og á móti munu erlendar eignir þjóðarbúsins skreppa mikið saman. Hlutur þáttatekjujafnaðar í þróun viðskiptajafnaðar mun væntanlega minnka að sama skapi. Þar sem gengi krónu er nú mjög lágt og ekki er fyrirséð að krónan nái fyrri styrk sínum á komandi misserum má búast við jafnvægi, eða jafnvel nokkrum afgangi, á vöruskiptum og þjónustuviðskiptum. Því er ekki ólíklegt að viðskiptahallinn, yfir heildina tekið, muni verða lítill á komandi mánuðum og misserum. Þó kann að vera að nokkur þáttatekjuhalli verði á næstunni, og veltur það ekki síst á því hve umfangsmikil erlend lántaka ríkissjóðs vegna fjármálakreppunnar verður á endanum. Í raun má heimfæra þróunina á Íslandi upp á fyrirbæri sem nefnt hefur verið snögghemlun. Í því felst að land, þar sem viðskiptahalli hefur verið fjármagnaður með innflæði af erlendu fjármagni, stendur frammi fyrir því að hin erlenda fjármögnun þornar upp, og jafnvel verður útflæði af erlendu fjármagni. Í kjölfarið er viðskiptajöfnuðurinn nánast neyddur í jafnvægi, sem getur valdið talsverðum harðindum. Sér í lagi getur aðlögunin reynst sársaukafull ef skammtímafjármagn hefur verið verulegur þáttur hinnar erlendu fjármögnunar og einkaneysla er ráðandi í innlendri eftirspurn, líkt og raunin hefur verið hér á landi. Hið jákvæða við stöðuna er hins vegar að þegar unnið hefur verið úr áfallinu sem skapast af snögghemluninni stendur hagkerfið eftir í betra jafnvægi en áður. Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Glitnis segir að þótt óljóst sé enn hver erlend staða þjóðarbúsins verður eftir þá uppstokkun sem nú á sér stað á íslensku fjármálakerfi er ljóst að hún mun breytast í grundvallaratriðum. Um það bil 85% af erlendum skuldum þjóðarbúsins um mitt ár voru skuldir innlánsstofnana. Mikill hluti þessara skulda mun nú þurrkast út, og á móti munu erlendar eignir þjóðarbúsins skreppa mikið saman. Hlutur þáttatekjujafnaðar í þróun viðskiptajafnaðar mun væntanlega minnka að sama skapi. Þar sem gengi krónu er nú mjög lágt og ekki er fyrirséð að krónan nái fyrri styrk sínum á komandi misserum má búast við jafnvægi, eða jafnvel nokkrum afgangi, á vöruskiptum og þjónustuviðskiptum. Því er ekki ólíklegt að viðskiptahallinn, yfir heildina tekið, muni verða lítill á komandi mánuðum og misserum. Þó kann að vera að nokkur þáttatekjuhalli verði á næstunni, og veltur það ekki síst á því hve umfangsmikil erlend lántaka ríkissjóðs vegna fjármálakreppunnar verður á endanum. Í raun má heimfæra þróunina á Íslandi upp á fyrirbæri sem nefnt hefur verið snögghemlun. Í því felst að land, þar sem viðskiptahalli hefur verið fjármagnaður með innflæði af erlendu fjármagni, stendur frammi fyrir því að hin erlenda fjármögnun þornar upp, og jafnvel verður útflæði af erlendu fjármagni. Í kjölfarið er viðskiptajöfnuðurinn nánast neyddur í jafnvægi, sem getur valdið talsverðum harðindum. Sér í lagi getur aðlögunin reynst sársaukafull ef skammtímafjármagn hefur verið verulegur þáttur hinnar erlendu fjármögnunar og einkaneysla er ráðandi í innlendri eftirspurn, líkt og raunin hefur verið hér á landi. Hið jákvæða við stöðuna er hins vegar að þegar unnið hefur verið úr áfallinu sem skapast af snögghemluninni stendur hagkerfið eftir í betra jafnvægi en áður.
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira