Erlent

Sextíu ár frá upphafi loftbrúar

Sextíu ár eru í dag frá því Loftbrúin til Berlínar hófst.

Það var í dag, 26. júní 1948, sem Bandaríkjamenn og Bretar hófu að halda út loftbrú til Berlínar svo koma mætti nauðsynjum til íbúa í Vestur-Berlín. Sovétmenn höfðu lokað fyrir birgðaflutninga þangað á landi.

Þegar lagt var af stað með áætlunina var talið ólíklegt að árangur næðist og óvíst hvaða þýðingu þetta hefði. Næstu fimmtán mánuðina var lent um 278 þúsund sinnum með 2,3 milljónir tonna af mat, kolum, lyfjum og öðrum birgðum.

Flugmennirnir sem tóku þátt í þessu verki voru meðal annars frá Ástralíu, Bandaríkjunum, Bretlandi, Kanada, Nýja Sjálandi og Suður-Afríku. Ekki kom til átaka meðan á þessu stóð en nærri áttatíu flugmenn fórust í slysum.

Lofbrúnni lauk 11. maí 1949 þegar Sovétmenn opnuðu aftur fyrir birgðaflutninga á landi. Tempelhof-flugvöllur var miðstöð loftbrúarinnar þar sem lent var á nærri því hverri mínútu. Hann var heimsfrægur. Honum verður lokað í nóvember.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×