Erlent

Réttur einstaklinga til að eiga byssur í Bandaríkjunum staðfestur

Nú er leyfilegt að eiga skammbyssur í Washington DC.
Nú er leyfilegt að eiga skammbyssur í Washington DC.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bann við því að eiga skammbyssu í Washingon DC sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það sé réttur hvers einstaklings að bera og eiga skammbyssu samkvæmt öðrum stjórnarskrársviðauka (Second Amendment) sem tók gildi árið 1791.

Þetta er fyrsta málið af þessu tagi í marga áratugi og gert er ráð fyrir því að úrskurðurinn eigi eftir að hafa áhrif á lög varðandi byssur í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Deilt hefur verið um það í mörg ár hvort stjórnarskráin verndi rétt fólks til að eiga skotvopn. Þessi úrskurður verndar þann rétt sem og þann rétt að beita þeim á löglegan hátt eins og í sjálfsvörn heima fyrir.

Bannið við að eiga skammbyssur var sett á 1976 í Washington og einnig var íbúum þar í borg gert að geyma riffla og haglabyssur í lokaðri geymslu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×