Erlent

Kúm misþyrmt á markaði í Bandaríkjunum

Dýraverndunarsamtök í Bandaríkjunum birtu í gær myndband sem sagt er sýna misþyrmingar á kúm á uppboðsmarkaði í Nýja-Mexíkó.

Þar eru kýrnar seldar til slátrunar. Að sögn samtakanna eru dýrin oft þakin sárum sem bjóði heim hættu á sýkingum eða þá það máttfarnar og veikar að grunur leiki á að þau þjáist af kúariðu.

Eigendur markaðarins segja enga hættu á að sýkt dýr séu seld þar. Samtökin hafa áður birt myndir af misþyrmingum á kúm á uppboðsmörkuðum í Bandaríkjunum og einnig af vinnuaðferðum í sláturhúsi í Kaliforníu. Það varð til að yfirvöld kölluðu inn umtalsvert af nautakjöti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×