Erlent

Alþjóðlegur dagur til stuðnings fórnarlömbum pyndinga er í dag

Alþjóðlegur dagur Sameinuðu þjóðanna til stuðnings fórnarlömbum pyndinga er í dag, 26. júní. 21 ár eru liðið frá því að samningur Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu gekk í gildi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsdeild Amnesty International en samtökin börðust í áraraðir fyrir gerð samningsins.

Mikill meirihluti ríkja heims hefur nú fullgilt samninginn eða 145 ríki auk þess sem önnur átta hafa skrifað undir hann. Í síðustu ársskýrslu Amnesty kom hins vegar fram að pyndingar séu stundaðar í 81 landi.

Í fréttatilkynningunni segir jafnframt að ,,Amnesty International krefst þess að öll ríki heims virði hið algjöra bann við pyndingum. Þeir sem gerast sekir um pyndingar eiga ekki að komast upp með slíkt athæfi og allir þeir sem koma að þessum skelfilegu glæpum skulu sóttir til saka."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×