Lífið

Vilja gera fjórðu myndina um Jason Bourne

Matt Damon í The Bourne Ultimatum.
Matt Damon í The Bourne Ultimatum.

Hvorki Hollywood leikarinn Matt Damon né leikstjórinn Paul Greengrass útiloka að fjórða myndin um Jason Bourne muni líta dagsins ljós.

Áður hafði verið ákveðið að þriðja myndin um Jason Bourne og félaga yrði sú síðasta í röðinni en nú er allt opið í þeim efnum. Helsta ástæðan er sú að þær myndir sem þegar hafa verið gefnar út hafa allar skilað drjúgum skilding í kassann.

Matt Damon hefur sagt að hann vilji gjarnan gefa út fjórðu Bourne myndina ef Greengrass leikstjóri yrði með í gerð myndarinnar. Greengrass hefur á hinn bóginn sagst vilja taka þátt ef Damon yrði með.

Ef áætlanir ganga eftir gæti framleiðsla myndarinnar hafist árið 2009 eða 2010. Áður en það gerist þurfa Damon og Grengrass að ljúka við framleiðslu myndarinnar The Green Zone og Damon mun ljúka við myndina The Informant, sem Steven Soderbergh leikstýrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.