Innlent

Helga María veiddi fyrir 100 milljónir króna

Frystitogarinn Helga María AK kom til hafnar á laugardag eftir 27 daga veiðiferð á Vestfjarðamiðum. Aflinn í veiðiferðinni var um 470 tonn af fiski upp úr sjó, mest ýsa og ufsi, og afurðirnar námu alls 260 tonnum. Verðmæti aflans er talinn vera á bilinu 97 til 98 milljónir króna.

Eiríkur Ragnarsson skipstjóri segir á vefsíðu HB Granda að aflabrögðin í veiðiferðinni hafi verið viðunandi og í samræmi við það sem búast megi við á þessum árstíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×