Innlent

Glímdu við strípaling og laumufarþega á Seyðisfirði

Lögreglan á Seyðisfirði glímdi við allnokkur verkefni í liðinni viku, þar á meðal strípaling og laumufarþega í Norrænu.

Strípalingurinn var kærður fyrir blygðunarsemisbrot en hann spókaði sig nakinn á palli við sumarhús í umdæmi lögreglunnar.

Laumfarþeginn með Norrænu kom í ljós þegar hann reyndi að komast í land. Þegar farið var að skoða hans mál óskaði hann eftir hæli. Mál hans var þá sent Útlendingastofnun og hann fluttur á dvalarstað hælisleitenda í Reykjanesbæ.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×