Innlent

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun í miðborginni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í lítilli íbúð í miðborginni í gærkvöld. Við húsleit á staðnum fundust 54 kannabisplöntur á lokastigi ræktunar. Þar fundust jafnframt tæki og tól til kannabisframleiðslu en íbúðin var undirlögð af þessari starfsemi. Karl um þrítugt var handtekinn í þágu rannsóknar málsins og hefur hann játað sök. Efnin voru ætluð til sölu, eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar.

Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×