Innlent

Öryggi verður tryggt komi til verkfalls ljósmæðra

Mönnun á fæðinga- og sængurlegudeild Landspítala verður með eðlilegum hætti komi til aðgerða ljósmæðra og neyðarþjónusta yrði veitt í heimabyggð svo sem lög kveða á um. Þetta kemur fram í tilkynningu sem heilbrigðisráðuneytið sendi frá sér fyrir stundu.

Þar segir að þetta sé samkvæmt áætlun Landspítala og annarra heilbrigðisstofnana sem gerðar hafi verið vegna boðaðra aðgerða ljósmæðra í kjaradeilu þeirra við ríkið. Áætlun Landspítala og heilbrigðisstofnana miðist við að fæðingarhjálp sé sinnt í heimabygg í samræmi við neyðaráætlanir og lög.

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, segist ekki úrkula vonar um að samninganefndum deiluaðila takist það ætlunarverk sitt að ná samningum, og að mikilvægt sé fyrir allar stofnanir að tryggja neyðarþjónustu vegna fæðingarhjálpar í heimabyggð.

Fram kemur á vefsíðu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að sótt verði um "undanþágu fyrir ljósmæður á fæðingardeild áður en verkfall skellur á þannig að hægt væri að veita lágmarksþjónustu". Heilbrigðisráðuneytið segir að sama verði gert á Suðurlandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×