Lífið

Fengu lánað fyrir lottómiða sem gaf af sér 65 milljónir

Fjölskylda búsett í Efra-Breiðholti datt heldur betur í lukkupottinn um helgina þegar lottómiði sem fjölskyldufaðirinn keypti í Leifasjoppu í Fellahverfi skilaði rúmlega 65 milljónum króna. Vinningurinn er einn hæsti lottóvinningur sem hefur verið greiddur út hér á landi.

Phenporn Theephakdee er íslenskur ríkisborgari og hefur búið hér í 10 ár. Eiginmaður hennar búið hér á landi í 5 ár. Saman eiga þau þrjú börn. Þau heita Natthan Ragnar 2 ára, Pakka Jira Kristín 3 ára og Sirawich Árni 5 ára.

Phenporn trúði ekki eiginmanni sínum í fyrstu því hann hefur áður sagt í gríni að fjölskyldan hafi unnið í lottóinu. Miðinn var keyptur 12. ágúst sem er mæðradagur í Tælandi og afmælisdagur drottningarinnar. Tölurnar voru sjálfval en talan 12 var ein af vinningstölunum. Systir fjölskylduföðursins lánaði honum fyrir lottómiðanum.

Fjölskyldan hyggst kaupa hús í Tælandi fyrir lottóvinningin sem og að gefa foreldrum sínum og fjölskyldu einhverja upphæð. Restina ætla þau að setja inn á bankareikning svo vinningurinn nái að safna vöxtum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.