Innlent

Utanríkisráðherra Sri Lanka kemur í opinbera heimsókn eftir helgi

Frá Sri Lanka.
Frá Sri Lanka. MYND/Guðrún Helga

Utanríkisráðherra Sri Lanka, Rohitha Bogollagama, er væntanlegur til Íslands sunnudaginn 17. ágúst. Mánudaginn 18. ágúst mun hann eiga fundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir Haarde forsætisráðherra.

Á meðal þess sem rætt verður er ástandið á Sri Lanka í kjölfar brottfarar eftirlitssveita Norðmanna og Íslendinga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×