Þjóðarsátt um hvað? Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 8. maí 2008 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins þar sem hún hvetur til samstöðu til sigurs á verðbólgu. Í grein sinni rekur hún skilmerkilega orsakir þess að verðbólgan hefur skotist upp og segir: „Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið." Stuðningur SamfylkingarinnarÓsanngjarnt væri að kenna Samfylkingunni um afleiðingar þessara gjörða fyrri ríkisstjórna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks enda sat hún þá í stjórnarandstöðu. Rétt er þó að árétta að þó Samfylkingin hafi á þessu árum setið í stjórnarandstöðu studdi hún allar þessar ráðstafanir. Samfylkingin studdi 90% húsnæðislán, Kárahnjúkavirkjun (stærstu framkvæmd Íslandssögunnar) og skattalækkanir. Þáverandi félagar flokksins í stjórnarandstöðu, þingmenn Vinstri grænna, vöruðu við því að þessar aðgerðir hlytu að enda í nákvæmlega þeirri efnahagslegri kollsteypu sem nú er raunin. Þeir fengu hins vegar lítinn stuðning við þann málflutning frá Samfylkingunni lengst af og það var ekki fyrr en undir lok kjörtímabilsins 2003 til 2007 sem Samfylkingarfólk fór að gagnrýna stóriðjustefnuna og óstjórn í hagstjórn enda þá orðið ljóst að í óefni stefndi. En hér mætti sjálfsagt koma formanninum til varnar, enda henni fullkunnugt um afstöðu flokks síns til fyrri mála, og segja að ekki þýði að dvelja í fortíðinni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er vissulega að ná breiðri samstöðu um að kveða niður verðbólgu. En þá má jafnframt spyrja: Samstöðu um hvað og við hverja? Svo er spurt vegna þess að í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um enn frekari skattalækkanir og þegar er búið að lækka tekjuskatt á gróðafyrirtækjum. Í nýrri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir byggingu álvers í Helguvík, við Bakka og stækkun í Straumsvík. Þessar boðuðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því framlenging á starfi og stefnu fyrri ríkistjórnar og því miður alls engin stefnubreyting frá þeirri glórulausu þenslustefnu sem formaður Samfylkingar segir að allir kannist nú við að sé orsök verðbólgunnar. Það er því ekki úr vegi að Ingibjörg Sólrún skýri betur orð sín. Ekki síst fyrir því fólki sem batt vonir við Samfylkinguna og kaus hana í þeirri trú að hún myndi standa fyrir breyttum áherslum. Hvenær kemur Samfylking sér að verki?Hvort sem það var nú „Fagra Ísland", lýðræðislegri vinnubrögð og samræðustjórnmál, fráhvarf frá einkavæðingarstefnu og græðgisvæðingu eða eitthvað annað sem úrslitum réði um að fólk kaus Samfylkinguna skuldar flokkurinn nú fólki skýringar á frammistöðu sinni eftir tæpt ár í ríkisstjórn. Er Ingibjörg Sólrún að biðja um þjóðarsátt um óbreytt ástand og óbreytta stefnu, þ.e. frekari skattalækkanir og þar með veikari grundvöll velferðarþjónustunnar, nokkur ný álver og áframhaldandi útrásarveisluhöld með tilheyrandi viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Eða hvernig ætlar Samfylkingin annars að slá á þenslu og verja lífskjörin í landinu og ekki síst: Hvenær ætlar hún að koma sér að verki? Höfundur er formaður VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins þar sem hún hvetur til samstöðu til sigurs á verðbólgu. Í grein sinni rekur hún skilmerkilega orsakir þess að verðbólgan hefur skotist upp og segir: „Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið." Stuðningur SamfylkingarinnarÓsanngjarnt væri að kenna Samfylkingunni um afleiðingar þessara gjörða fyrri ríkisstjórna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks enda sat hún þá í stjórnarandstöðu. Rétt er þó að árétta að þó Samfylkingin hafi á þessu árum setið í stjórnarandstöðu studdi hún allar þessar ráðstafanir. Samfylkingin studdi 90% húsnæðislán, Kárahnjúkavirkjun (stærstu framkvæmd Íslandssögunnar) og skattalækkanir. Þáverandi félagar flokksins í stjórnarandstöðu, þingmenn Vinstri grænna, vöruðu við því að þessar aðgerðir hlytu að enda í nákvæmlega þeirri efnahagslegri kollsteypu sem nú er raunin. Þeir fengu hins vegar lítinn stuðning við þann málflutning frá Samfylkingunni lengst af og það var ekki fyrr en undir lok kjörtímabilsins 2003 til 2007 sem Samfylkingarfólk fór að gagnrýna stóriðjustefnuna og óstjórn í hagstjórn enda þá orðið ljóst að í óefni stefndi. En hér mætti sjálfsagt koma formanninum til varnar, enda henni fullkunnugt um afstöðu flokks síns til fyrri mála, og segja að ekki þýði að dvelja í fortíðinni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er vissulega að ná breiðri samstöðu um að kveða niður verðbólgu. En þá má jafnframt spyrja: Samstöðu um hvað og við hverja? Svo er spurt vegna þess að í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um enn frekari skattalækkanir og þegar er búið að lækka tekjuskatt á gróðafyrirtækjum. Í nýrri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir byggingu álvers í Helguvík, við Bakka og stækkun í Straumsvík. Þessar boðuðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því framlenging á starfi og stefnu fyrri ríkistjórnar og því miður alls engin stefnubreyting frá þeirri glórulausu þenslustefnu sem formaður Samfylkingar segir að allir kannist nú við að sé orsök verðbólgunnar. Það er því ekki úr vegi að Ingibjörg Sólrún skýri betur orð sín. Ekki síst fyrir því fólki sem batt vonir við Samfylkinguna og kaus hana í þeirri trú að hún myndi standa fyrir breyttum áherslum. Hvenær kemur Samfylking sér að verki?Hvort sem það var nú „Fagra Ísland", lýðræðislegri vinnubrögð og samræðustjórnmál, fráhvarf frá einkavæðingarstefnu og græðgisvæðingu eða eitthvað annað sem úrslitum réði um að fólk kaus Samfylkinguna skuldar flokkurinn nú fólki skýringar á frammistöðu sinni eftir tæpt ár í ríkisstjórn. Er Ingibjörg Sólrún að biðja um þjóðarsátt um óbreytt ástand og óbreytta stefnu, þ.e. frekari skattalækkanir og þar með veikari grundvöll velferðarþjónustunnar, nokkur ný álver og áframhaldandi útrásarveisluhöld með tilheyrandi viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Eða hvernig ætlar Samfylkingin annars að slá á þenslu og verja lífskjörin í landinu og ekki síst: Hvenær ætlar hún að koma sér að verki? Höfundur er formaður VG á Akureyri.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun