Þjóðarsátt um hvað? Huginn Freyr Þorsteinsson skrifar 8. maí 2008 00:01 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins þar sem hún hvetur til samstöðu til sigurs á verðbólgu. Í grein sinni rekur hún skilmerkilega orsakir þess að verðbólgan hefur skotist upp og segir: „Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið." Stuðningur SamfylkingarinnarÓsanngjarnt væri að kenna Samfylkingunni um afleiðingar þessara gjörða fyrri ríkisstjórna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks enda sat hún þá í stjórnarandstöðu. Rétt er þó að árétta að þó Samfylkingin hafi á þessu árum setið í stjórnarandstöðu studdi hún allar þessar ráðstafanir. Samfylkingin studdi 90% húsnæðislán, Kárahnjúkavirkjun (stærstu framkvæmd Íslandssögunnar) og skattalækkanir. Þáverandi félagar flokksins í stjórnarandstöðu, þingmenn Vinstri grænna, vöruðu við því að þessar aðgerðir hlytu að enda í nákvæmlega þeirri efnahagslegri kollsteypu sem nú er raunin. Þeir fengu hins vegar lítinn stuðning við þann málflutning frá Samfylkingunni lengst af og það var ekki fyrr en undir lok kjörtímabilsins 2003 til 2007 sem Samfylkingarfólk fór að gagnrýna stóriðjustefnuna og óstjórn í hagstjórn enda þá orðið ljóst að í óefni stefndi. En hér mætti sjálfsagt koma formanninum til varnar, enda henni fullkunnugt um afstöðu flokks síns til fyrri mála, og segja að ekki þýði að dvelja í fortíðinni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er vissulega að ná breiðri samstöðu um að kveða niður verðbólgu. En þá má jafnframt spyrja: Samstöðu um hvað og við hverja? Svo er spurt vegna þess að í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um enn frekari skattalækkanir og þegar er búið að lækka tekjuskatt á gróðafyrirtækjum. Í nýrri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir byggingu álvers í Helguvík, við Bakka og stækkun í Straumsvík. Þessar boðuðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því framlenging á starfi og stefnu fyrri ríkistjórnar og því miður alls engin stefnubreyting frá þeirri glórulausu þenslustefnu sem formaður Samfylkingar segir að allir kannist nú við að sé orsök verðbólgunnar. Það er því ekki úr vegi að Ingibjörg Sólrún skýri betur orð sín. Ekki síst fyrir því fólki sem batt vonir við Samfylkinguna og kaus hana í þeirri trú að hún myndi standa fyrir breyttum áherslum. Hvenær kemur Samfylking sér að verki?Hvort sem það var nú „Fagra Ísland", lýðræðislegri vinnubrögð og samræðustjórnmál, fráhvarf frá einkavæðingarstefnu og græðgisvæðingu eða eitthvað annað sem úrslitum réði um að fólk kaus Samfylkinguna skuldar flokkurinn nú fólki skýringar á frammistöðu sinni eftir tæpt ár í ríkisstjórn. Er Ingibjörg Sólrún að biðja um þjóðarsátt um óbreytt ástand og óbreytta stefnu, þ.e. frekari skattalækkanir og þar með veikari grundvöll velferðarþjónustunnar, nokkur ný álver og áframhaldandi útrásarveisluhöld með tilheyrandi viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Eða hvernig ætlar Samfylkingin annars að slá á þenslu og verja lífskjörin í landinu og ekki síst: Hvenær ætlar hún að koma sér að verki? Höfundur er formaður VG á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í tilefni alþjóðlegs baráttudags verkalýðsins þar sem hún hvetur til samstöðu til sigurs á verðbólgu. Í grein sinni rekur hún skilmerkilega orsakir þess að verðbólgan hefur skotist upp og segir: „Allir viðurkenna nú að kosningaloforð stjórnarflokkanna frá vorinu 2003 um allt í senn 90% húsnæðislán, stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar og skattalækkanir reyndust samfélaginu dýr í framkvæmd. Afleiðingin var mikil þensla, mesti viðskiptahalli sem sögur fara af og alltof hátt gengi krónunnar. Og nú er komið að skuldadögunum. Þá bregður svo við - eins og stundum vill gerast - að þeir sem harðast gengu fram í því að kveikja eldana standa nú álengdar og þykjast hvergi hafa nærri komið." Stuðningur SamfylkingarinnarÓsanngjarnt væri að kenna Samfylkingunni um afleiðingar þessara gjörða fyrri ríkisstjórna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks enda sat hún þá í stjórnarandstöðu. Rétt er þó að árétta að þó Samfylkingin hafi á þessu árum setið í stjórnarandstöðu studdi hún allar þessar ráðstafanir. Samfylkingin studdi 90% húsnæðislán, Kárahnjúkavirkjun (stærstu framkvæmd Íslandssögunnar) og skattalækkanir. Þáverandi félagar flokksins í stjórnarandstöðu, þingmenn Vinstri grænna, vöruðu við því að þessar aðgerðir hlytu að enda í nákvæmlega þeirri efnahagslegri kollsteypu sem nú er raunin. Þeir fengu hins vegar lítinn stuðning við þann málflutning frá Samfylkingunni lengst af og það var ekki fyrr en undir lok kjörtímabilsins 2003 til 2007 sem Samfylkingarfólk fór að gagnrýna stóriðjustefnuna og óstjórn í hagstjórn enda þá orðið ljóst að í óefni stefndi. En hér mætti sjálfsagt koma formanninum til varnar, enda henni fullkunnugt um afstöðu flokks síns til fyrri mála, og segja að ekki þýði að dvelja í fortíðinni. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir nú er vissulega að ná breiðri samstöðu um að kveða niður verðbólgu. En þá má jafnframt spyrja: Samstöðu um hvað og við hverja? Svo er spurt vegna þess að í núverandi stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um enn frekari skattalækkanir og þegar er búið að lækka tekjuskatt á gróðafyrirtækjum. Í nýrri þjóðhagsspá Fjármálaráðuneytisins er síðan gert ráð fyrir byggingu álvers í Helguvík, við Bakka og stækkun í Straumsvík. Þessar boðuðu aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru því framlenging á starfi og stefnu fyrri ríkistjórnar og því miður alls engin stefnubreyting frá þeirri glórulausu þenslustefnu sem formaður Samfylkingar segir að allir kannist nú við að sé orsök verðbólgunnar. Það er því ekki úr vegi að Ingibjörg Sólrún skýri betur orð sín. Ekki síst fyrir því fólki sem batt vonir við Samfylkinguna og kaus hana í þeirri trú að hún myndi standa fyrir breyttum áherslum. Hvenær kemur Samfylking sér að verki?Hvort sem það var nú „Fagra Ísland", lýðræðislegri vinnubrögð og samræðustjórnmál, fráhvarf frá einkavæðingarstefnu og græðgisvæðingu eða eitthvað annað sem úrslitum réði um að fólk kaus Samfylkinguna skuldar flokkurinn nú fólki skýringar á frammistöðu sinni eftir tæpt ár í ríkisstjórn. Er Ingibjörg Sólrún að biðja um þjóðarsátt um óbreytt ástand og óbreytta stefnu, þ.e. frekari skattalækkanir og þar með veikari grundvöll velferðarþjónustunnar, nokkur ný álver og áframhaldandi útrásarveisluhöld með tilheyrandi viðskiptahalla og erlendri skuldasöfnun. Eða hvernig ætlar Samfylkingin annars að slá á þenslu og verja lífskjörin í landinu og ekki síst: Hvenær ætlar hún að koma sér að verki? Höfundur er formaður VG á Akureyri.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar