Innlent

Sátu fastir í bílum sínum

Tólf manns sátu fastir í sex bílum vegna ófærðar á Hellisheiðinni í nótt. Nú er unnið að því að moka Hellisheiðina og koma bílunum sem festust í burtu. Hellisheiðinni var lokað upp úr klukkan tvö í nótt og segist lögreglan búast við því að hægt verði að opna hana aftur upp úr klukkan 10.

Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu í gærkvöld um að óráðlegt væri að fara um Hellisheiðina, en svo virðist sem einhverjir ökumenn hafi ekki farið eftir því. Lögreglan hvetur fólk til að fylgjast með fréttum frá Vegagerðinni af færð og virða þau tilmæli sem Vegagerðin beinir til fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×