Hollenska lögreglan hefur frelsað fimm manns úr gíslingu og handtekið manninn sem tók fólkið í gíslingu í morgun í ráðhúsi borgarinnar Almelo í Hollandi. Ekki er vitað hvort einhver gíslanna hafi særst á meðan á gíslingunni stóð.
Maðurinn á víst að hafa verið stöðugt í deilum við yfirvöld í Almelo eftir að hafa misst veitingahúsaleyfi. Hann á að hafa kveikt í veitingahúsi sínu, keyrt til ráðhússins og kveikt þar einnig í bíl sínum. Þegar starfsmenn ráðhússins fóru að sinna eldinum hefur maðurinn svo komst inn í bygginguna og náð að taka gísla.