Innlent

Óskar fékk grænt ljós frá flokksforystunni

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur

Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins nýtur fulls stuðnings forystu Framsóknarflokksins til þess að ganga til meirihlutasamstarfs með Sjálfstæðisflokknum í borginni. Óskar kæmi þá inn í meirihlutasamstarfið í stað Ólafs F. Magnússonar. Ekki kemur til greina af hálfu flokksins að Óskar kæmi inn í þriggja flokka samstarf með Sjálfstæðisflokknum og Ólafi F.













Óskar Bergsson

Samkvæmt heimildum Vísis fundaði forysta Framsóknarflokksins með Óskari Bergssyni í gærkvöldi þar sem málin voru rædd. Þar lagði flokkurinn blessun sína yfir samstarf Óskars og Sjálfstæðismanna.

Ekki náðist í Óskar Bergsson né Guðna Ágústsson við vinnslu fréttarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×