Við þurfum nýja byrjun Jón Sigurðsson skrifar 7. nóvember 2008 07:00 Þjóðin kallar eftir skýringum um þá herfilegu atburði sem gerst hafa í íslensku viðskiptalífi. Við erum mörg sem berum ábyrgð á forsendum og aðdraganda þeirra. Nú þarf að rannsaka öll þessi mál á hlutlægan hátt og síðan að stokka öll samfélagsspilin. Við þurfum nýtt forystulið, ný andlit og ný nöfn. Við þurfum nýja byrjun og nýja stefnu. Við sem erum ábyrg eigum að hjálpa til en getum ekki tekið forystuhlutverk nema með sérstöku endurnýjuðu umboði. Við fylgdum alþjóðaviðhorfum um fjármálareglur og eftirlitskerfi. Nú er orðið ljóst að það slaknaði á mörgum öryggisþáttum og teknar voru óbætanlegar áhættur, jafnt erlendis sem hér. Og ekki voru settar nægar reglur vegna viðkvæmni og veikleika íslenska kerfisins. Þegar litið er til atburða á þessu ári, 2008, er ábyrgðin auðvitað bankanna sjálfra og síðan eftirlitsstofnana og núverandi stjórnvalda. En við megum ekki heldur gleyma græðginni, drambinu og frjálshyggjuöfgunum. Nú verðum við líka að forðast hinar öfgarnar, forðast að lenda í svaði ríkisrekstrar og flokkspólitískrar stýringar. Enginn sá þetta hrun fyrir. Margir höfðu fjallað um vandamál í íslensku fjármálakerfi. Sl. vor ritaði ég greinar í Morgunblaðið um þessi vandamál og „varnarleysi" íslenska fjármálakerfisins og í maí sl. sagði ég í viðtali við 24 stundir að „mikil vá er fyrir dyrum". Ég benti á aðild að ESB sem úrlausn og sumir lesendur sáu ekki annað í þessum greinum. En ég sá ekki frekar en aðrir fyrir þá alþjóðlegu flóðbylgju sem féll á okkur. Hlutskipti forystumanna Íslendinga hefur ekki verið öfundsvert. Framkoma Geirs H. Haarde, Björgvins G. Sigurðssonar og fleiri hefur verið aðdáunarverð. Vitaskuld hafa þeir gert mistök en hver hefði komist hjá slíku? Við verðum líka að forðast að persónugera um of. Ég vil ekki vera með ásakanir en spurningarnar eru margar: Hver var viðvörun Geirs H. Haarde við Gordon Brown sl. vor sem fjölmiðlar hafa nefnt? Vissi Fjármálaeftirlitið um hraða aukningu í Icesave sl. vor þegar Icesave var opnað í Hollandi? Er það rétt sem sagt er að neyðarlögin hafi verið skrifuð sl. sumar og geymd? Hvers vegna var ekki leitað til IMF í ágúst þegar aðrar leiðir voru lokaðar? Ég get skilið hik ráðamanna framan af en ekki til lengdar. Markaðurinn og matsfyrirtækin fordæmdu yfirtöku á Glitni umsvifalaust í lok september, og þá áttu augu manna að opnast. Enn fleiri spurningar: Hverjar eru orðaþýðingarnar sem foringjar Breta notfærðu sér gegn okkur? Á að skilja ummæli formanns seðlabankastjórnar sem ágreining við ríkisstjórnina? Getur slíkt gengið við núverandi aðstæður? Það er greinilega ófært að ætla sér að byggja nú upp nýtt krónukerfi. Ísland getur ekki orðið ný Norður-Kórea eða Kúba í fjármálum. Við höfum áður tekið okkur tak, og við þekkjum mörg fordæmi annarra þjóða, t.d. Færeyinga og Finna. Íslenska þjóðin vill ekki gefast upp heldur takast á við viðfangsefnin og endurreisa hér fyrirmyndarsamfélag frelsis, samvinnu, jafnaðar og menningar, samfélag í virkum alhliða tengslum við nágrannaþjóðirnar. Við viljum endurnýja okkur og nota þetta sem tækifæri til að bæta meinsemdir þjóðfélagsins og endurnýja velferð og velmegun á Íslandi. Þjóðarstolt okkar og þjóðarmetnaður krefjast þess. Það er enginn vafi lengur að við eigum þegar í stað að lýsa yfir aðildarumsókn að Evrópusambandinu, ekki til að sníkja ódýra reddingu heldur sem fyrsta skref þjóðarinnar til metnaðarfullrar framtíðar. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin kallar eftir skýringum um þá herfilegu atburði sem gerst hafa í íslensku viðskiptalífi. Við erum mörg sem berum ábyrgð á forsendum og aðdraganda þeirra. Nú þarf að rannsaka öll þessi mál á hlutlægan hátt og síðan að stokka öll samfélagsspilin. Við þurfum nýtt forystulið, ný andlit og ný nöfn. Við þurfum nýja byrjun og nýja stefnu. Við sem erum ábyrg eigum að hjálpa til en getum ekki tekið forystuhlutverk nema með sérstöku endurnýjuðu umboði. Við fylgdum alþjóðaviðhorfum um fjármálareglur og eftirlitskerfi. Nú er orðið ljóst að það slaknaði á mörgum öryggisþáttum og teknar voru óbætanlegar áhættur, jafnt erlendis sem hér. Og ekki voru settar nægar reglur vegna viðkvæmni og veikleika íslenska kerfisins. Þegar litið er til atburða á þessu ári, 2008, er ábyrgðin auðvitað bankanna sjálfra og síðan eftirlitsstofnana og núverandi stjórnvalda. En við megum ekki heldur gleyma græðginni, drambinu og frjálshyggjuöfgunum. Nú verðum við líka að forðast hinar öfgarnar, forðast að lenda í svaði ríkisrekstrar og flokkspólitískrar stýringar. Enginn sá þetta hrun fyrir. Margir höfðu fjallað um vandamál í íslensku fjármálakerfi. Sl. vor ritaði ég greinar í Morgunblaðið um þessi vandamál og „varnarleysi" íslenska fjármálakerfisins og í maí sl. sagði ég í viðtali við 24 stundir að „mikil vá er fyrir dyrum". Ég benti á aðild að ESB sem úrlausn og sumir lesendur sáu ekki annað í þessum greinum. En ég sá ekki frekar en aðrir fyrir þá alþjóðlegu flóðbylgju sem féll á okkur. Hlutskipti forystumanna Íslendinga hefur ekki verið öfundsvert. Framkoma Geirs H. Haarde, Björgvins G. Sigurðssonar og fleiri hefur verið aðdáunarverð. Vitaskuld hafa þeir gert mistök en hver hefði komist hjá slíku? Við verðum líka að forðast að persónugera um of. Ég vil ekki vera með ásakanir en spurningarnar eru margar: Hver var viðvörun Geirs H. Haarde við Gordon Brown sl. vor sem fjölmiðlar hafa nefnt? Vissi Fjármálaeftirlitið um hraða aukningu í Icesave sl. vor þegar Icesave var opnað í Hollandi? Er það rétt sem sagt er að neyðarlögin hafi verið skrifuð sl. sumar og geymd? Hvers vegna var ekki leitað til IMF í ágúst þegar aðrar leiðir voru lokaðar? Ég get skilið hik ráðamanna framan af en ekki til lengdar. Markaðurinn og matsfyrirtækin fordæmdu yfirtöku á Glitni umsvifalaust í lok september, og þá áttu augu manna að opnast. Enn fleiri spurningar: Hverjar eru orðaþýðingarnar sem foringjar Breta notfærðu sér gegn okkur? Á að skilja ummæli formanns seðlabankastjórnar sem ágreining við ríkisstjórnina? Getur slíkt gengið við núverandi aðstæður? Það er greinilega ófært að ætla sér að byggja nú upp nýtt krónukerfi. Ísland getur ekki orðið ný Norður-Kórea eða Kúba í fjármálum. Við höfum áður tekið okkur tak, og við þekkjum mörg fordæmi annarra þjóða, t.d. Færeyinga og Finna. Íslenska þjóðin vill ekki gefast upp heldur takast á við viðfangsefnin og endurreisa hér fyrirmyndarsamfélag frelsis, samvinnu, jafnaðar og menningar, samfélag í virkum alhliða tengslum við nágrannaþjóðirnar. Við viljum endurnýja okkur og nota þetta sem tækifæri til að bæta meinsemdir þjóðfélagsins og endurnýja velferð og velmegun á Íslandi. Þjóðarstolt okkar og þjóðarmetnaður krefjast þess. Það er enginn vafi lengur að við eigum þegar í stað að lýsa yfir aðildarumsókn að Evrópusambandinu, ekki til að sníkja ódýra reddingu heldur sem fyrsta skref þjóðarinnar til metnaðarfullrar framtíðar. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar