Söngkonan Rihanna flýði af sviði í miðju lagi sem ber heitið Umbrella á tónleikum sem hún hélt í Sydney í Ástralíu fyrr í dag.
Eins og sést á myndbandinu heldur Rihanna, 20 ára, um magann þegar hún gerir tilraun til að syngja ásamt kærastanum, söngvaranum Chris Brown, lokalagið á tónleikunum.
Eftir að Rihanna lét sig hverfa af sviðinu í skyndi var hún keyrð á sjúkrahús til nánari skoðunar.
Tónleikarnir enduðu snögglega og enginn fékk að vita hvað kom fyrir söngkonuna.
Sjá myndbandið þegar Rianna flýr veik af sviði í miðju lagi.