Erlent

Hugsanlegt að fleiri bankar í Bandaríkjunum leggi upp laupana

Henry Paulson hefur í nógu að snúast þessi dægrin.
Henry Paulson hefur í nógu að snúast þessi dægrin. MYND/AP

Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, segir hugsanlegt að fleiri bankar í Bandaríkjunum muni leggja upp laupana þrátt fyrir að 700 milljarða dollara björgunarfrumvarp stjórnvalda hafi verið samþykkt.

Þá sagði ráðherrann að grípa þyrfti til frekari aðgerða því fjármálakreppan væri ekki á undanhaldi. Sjö seðlabankar í heiminum ákváðu í gær að lækka stýrivexti sína til þess að reyna að blása lífi í efnhagskerfi heimsins og virðist það hafa haft einhver áhrif því gengi hlutabréfa hefur þokast upp á við.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur einnig varað við að kreppan nú verði sú versta frá fjórða áratug síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×