Erlent

Óttast að fleiri kókaínpakkar hafi rekið á land

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglan á Vestur-Jótlandi óttast að fleiri kókaínpakkar hafi rekið á land í nágrenni bæjarins Lemvig en við greindum frá því í gær að þrír pakkar, sem hver vó eitt kíló, hefðu fundist á ströndinni.

Hafi pakkarnir verið fleiri og einhver fundið þá minnir lögregla á að um mjög sterkt kókaín sé að ræða sem hæglega geti valdið dauðsfalli sé þess neytt. Þá liggi að sjálfsögðu margra ára fangelsisdómur við því að hafa undir höndum slíkt magn af kókaíni. Fer lögreglan því fram á að kókaíninu verði skilað til hennar hafi einhver tekið pakka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×