Erlent

Norskar hraðamyndavélar skemmdar og þeim stolið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Myndavélar sem fylgjast með hraðakstri norskra ökumanna hafa í stórum stíl orðið skemmdarvörgum að bráð upp á síðkastið.

Myndavélar þessar eru sömu gerðar og notaðar eru hér á landi og má til dæmis sjá í Hvalfjarðargöngunum. Norska lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og bendir á að hér sé um nauðsynleg öryggistæki að ræða. Auk skemmdarverka hvarf ein myndavélanna sporlaust og hefur ekkert til hennar spurst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×