Erlent

Japönsk hótel vilja ekki útlendinga

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Tókýó, höfuðborg Japans.
Tókýó, höfuðborg Japans.

Innanríkisráðherra Japans heldur því fram að rúmlega 70 prósent þeirra hótela og gististaða í landinu sem höfðu enga erlenda gesti í fyrra vilji heldur enga erlenda gesti í framtíðinni.

Útskýrði ráðherrann málið með því að könnun sem lögð var fyrir starfsfólk gististaðanna hafi leitt í ljós að því þyki tungumálaörðugleikar of miklir auk þess sem aðstaðan henti útlendingum oft illa vegna menningarlegs munar. Þetta kemur sér illa þegar herferðinni „Heimsækið Japan" er ætlað að laða allt að 10 milljónir ferðamanna til landsins á árinu 2010.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×