Erlent

Refsa á bankamönnum sem tóku of mikla áhættu

MYND/AP

Banka- og fjármálamönnum sem tóku of mikla áhættu á að refsa segir Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands.

Í viðtali í breskum fjölmiðlumí dag sagðist hann reiður yfir hvernig sumir menn í fjármálalífi landsins hefðu hagað sér. Efnahagur landsins byggðist á fólki sem legði hart að sér og tæki ábyrgar ákvarðanir en að áhættufjárfestunum yrði að refsa.

Greint var frá því í gær að bresk stjórnvöld hefðu veitt 500 milljörðum punda til þess að bjarga nokkrum af bönkum landsins. Brown sagði að stjórnendur þeirra banka sem bjargað hefði verið þyrftu að að sætta sig við launalækkun og að dagar hinna stóru bónusa væru liðnir.

Sky-fréttastofan segir enn fremur frá því að þrýstingur aukist nú á forstjóra og stjórnarformann Royal Bank of Scotland að segja af sér vegna erfiðrar stöðu þessa risabanka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×