Innlent

Esjudagurinn haldinn hátíðlegur í dag

Ferðafélag Íslands og SPRON halda Esjudaginn hátíðlegan í dag. Afar fjölbreytt fjölskyldudagskrá verður í boði í allan dag en hátíð hófst kl. 13.00

Margvíslegar göngur verð í boði bæði upp á topp Esjunnar og í hlíðum hennar í umsjón Ferðafélags Íslands og Skógræktarfélags Reykjavíkur sem einnig mun gefa plöntur í tilefni dagsins. Meðal skemmtiatriða verða Eurobandið, Jónsi og Karíus og Baktus.

Ferðafélag Íslands og SPRON hafa átt samstarf í fjölmörg ár. Áhersla hefur verið lögð á að kynna Esjuna sem einstakt útivistarsvæði við borgarmörkin. Saman hafa SPRON og Ferðafélagið unnið að gerð göngustíga og merkinga. Esjan er eitt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa og ganga um 15.000 manns á fjallið árlega






Fleiri fréttir

Sjá meira


×