Hamilton fremstur á ráslínu í Japan 11. október 2008 06:11 Lewis Hamilton náði besta tíma í tímatökum í nótt, en Kimi Raikkönen og Heikki Kovalainen koma honum næstir. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji. Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni. Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni. Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt. Rásröðin á morgun 1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen, 3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso, 5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica, 7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock, 9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais. Sjá brautarlýsingu frá Japan Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton á McLaren náði besta í tímatökum á Fuji brautinni í Japan. Heimsmeistarinn Kimi Raikkönen á Ferrari varð annar og Heikki Kovalainen þriðji. Rigning var á Fuji brautinni á lokaæfingunni fyrir tímatökuna og þá náði Robert Kubica besta tíma á BMW. En brautin þornaði fyrir tímatökuna og þá tóku McLaren og Ferrari menn öll völd á brautinni. Hamilton ók á 1.18.404, en Raikkönen var á 1.18.644, þannig að það munaði liðlega 0.2 sekúndum á þeim. Felipe Massa sem er næstur Hamilton i stigamótinu varð fimmti, en Fernando Alonso á Renault stakk sér á milli hans og Heikki Kovalainen sem varð fjórði. Alonso gæti því haft áhrif á gang mála í titilslagnum. Nick Heidfeld sem á enn möguleika á meistaratitli varð aðeins sextándi í tímatökunni. Hamilton er í kjörstöðu fyrir kappaksturinn og segir að mest um vert sé að safna stigum, þó sigur væri að sjálfsögðu kærkominn. Bein útsending frá kappakstrinum í Japan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04:00 í nótt. Rásröðin á morgun 1. Lewis Hamilton 2. Kimi Raikkönen, 3 Heikki Kovalainen, 4. Fernando Alonso, 5. Felipe Massa, 6. Robert Kubica, 7. Jarno Trulli, 8. Timo Glock, 9.l Sebastian Vettel, 10. Sebastian Bourdais. Sjá brautarlýsingu frá Japan
Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira