Innlent

Telur líklegt að enn fleiri höfði mál gegn olíufélögunum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

„Já, það finnst mér," sagði Steinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður, inntur eftir því hvort honum finnist líklegt að fleiri muni bætast í hóp fólks sem hyggst höfða mál á hendur Keri hf., rekstraraðila N1, áður Esso, vegna tjóns af völdum ólöglegs verðsamráðs.

„Við hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur erum með hundruð mála inni á borði hjá okkur. Við ákváðum að byrja á þessu máli [sem var dæmt í gær] en nú förum við á fullt með hin," sagði Steinar enn fremur.

Hann segir að fólk þurfi að hafa í höndunum kvittanir eða einhver gögn um bensínkaup og hvað greitt hafi verið fyrir lítrann til að sýna fram á tjón sitt. Hvert mál þarf að reka fyrir sig en Steinar segist ekki telja það útilokað að olíufélögin vilji semja til að losna við málarekstur gegn mörg hundruð manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×