Innlent

Víða hált og jafnvel ófært

MYND/GVA

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir af hálkublettum á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er ófært á Steingrímsfjarðarheiði en þar er verið að moka. Hálka og skafrenningur er á Eyrarfjalli. Hálkublettir á Hrafnseyrarheiði, Kleifarheiði og á Ströndum.

 

Á Norðurlandi eru hálkublettir á Þverárfjalli, Öxnadalsheiði, Siglufjarðarvegi og Víkurskarði.

 

Á Norð-Austurlandi eru hálkublettir og snjóþekja meðfram ströndinni en hálka í kringum Mývatn og snjóþekja á Mývatnsöræfum.

 

Á Austurlandi er snjóþekja á Vopnafjarðarheiði, hálka og skafrenningur á Möðrudalsöræfum. Snjóþekja og skafrenningur á Fjarðarheiði. Hálka á Fagradal. Hálkublettir á Oddskarði. Ófært er yfir Breiðdalsheiði, Öxi og Hellisheiði eystri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×