Innlent

Heimsþekktur trompetleikari í Langholtskirkju

Per Nielsen.
Per Nielsen. MYND/Af heimasíðu

Per Nielsen trompetleikari, ásamt Carl Ulrik Munk-Andersen píanóleikara, heldur tónleika í Langholtskirkju laugardaginn 3. maí kl. 15.

Hann útskrifaðist 1973 frá Konunglega tónlistarháskólanum í Kaupmannahöfn. Nielsen nam síðar hjá Vincent Chichowicz, Peter Masseurs og Maurice André.

 

Hann starfar sem sólotrompetleikari við Suðurjósku sinfóníuhljómsveitina.

 

Hefur gefið út 14 geislaplötur með trompetleik sínum sem selst hafa í yfir 350.000 eintökum og fengið átta gullplötur og fjórar platínuplötur (yfir 35.000 eintök) og er söluhæsti klassíski hljóðfæraleikari Danmerkur.

Til marks um vinsældir Per Nielsen í Danmörku má nefna að í desember s.l. hélt hann 20 jólatónleika víða um landið sem uppselt var á og hann var fenginn til að leika við útför konu A.P. Møller eiganda Maersk og er tíður gestur við dönsku hirðina.

Kammerkór Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar syngur með honum m.a. Laudate Dominum eftir Mozart og Slá þú hjartans hörpustrengi eftir J. S. Bach. Meðal annara verka má nefna O mio babbino caro eftir Puccini, Amazing Grace og Tears in Heaven eftir Elton John.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Langholtskirkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×