Innlent

Tekjur ekki eina viðmiðið í gjafsókn

Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það gerir athugasemd við orðalag fréttamanns í frétt um gjafsókn á Bylgjunni og Stöð 2 í hádeginu. Fréttin birtist einnig á Vísi.

Gerir ráðuneytið athugasemdir við það að fréttamaður hafi sagt að það megi ekki veita fólki gjafsókn ef það hefur meira en 1.600 þúsund í árslaun.

„Það kemur skýrt fram í sömu grein að viðmiðunarmörk tekna hækka við hvert barn undir 18 ára aldri og í næstu grein á eftir eru tilgreindar ýmsar þær aðstæður sem geta leitt til hækkunar tekjumarks, s.s. óvenju hár framfærslukostnaður, örorka, óvenju há vaxtagjöld o.fl (sjá 8. gr.)

Þá skal það ítrekað að tekjuviðmið er ekki hið eina til skoðunar við mat á því, hvort veita eigi gjafsókn og er ekki heldur ófrávíkjanlegt skilyrði. Í sumum tilvikum er gjafsókn lögbundin og er þá ekki horft til tekna einstaklings, þegar réttur hans til gjafsóknar er metinn," segir í tilkynningu dómsmálaráðuneytisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×