Innlent

Þórunn Sigurðardóttir nýr formaður UNICEF

Þórunn Sigurðardóttir og Einar Benediktsson á aðalfundinum.
Þórunn Sigurðardóttir og Einar Benediktsson á aðalfundinum.

Þórunn Sigurðardóttir var kjörin formaður stjórnar UNICEF á Íslandi á aðalfundi samtakanna í dag. Við sama tækifæri lét Einar Benediktsson, fyrrum sendiherra, sem gegnt hefur formennsku allt frá stofnun UNICEF á Íslandi í mars 2004, af embætti.

Á aðalfundinum sagði Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, að á síðasta ári hefði 231 milljón króna verið send til verkefna UNICEF í þróunarlöndunum. Þar af hefðu 92 milljónum verið ráðstafað til uppbyggingar menntunar og heilsugæslu barna í Vestur-Afríkuríkinu Gíneu-Bissá og munaði þar mest um stuðning fyrirtækjanna Baugs Group, FL Group og Fons við menntun.

„Eins og undanfarin ár eru heimsforeldrar stærsti styrktaraðili UNICEF á Íslandi. Heimsforeldrar er hópur einstaklinga sem styrkir UNICEF með mánaðarlegu framlagi. Í lok árs 2007 voru heimsforeldrar orðnir 13.700 talsins og námu framlög þeirra samtals 158 milljónum," segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×