Innlent

Fimm mánaða fangelsi fyrir að stela súpu

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í fimm mánaða fangelsi fyrir að hafa stolið vörum fyrir um þúsund krónur í tveimur verslunum í borginni. Í öðru tilvikinu neytti hann súpu í 10-11 í Austurstræti að verðmæti 250 krónur án þess að greiða fyrir hana.

Maðurinn játaði brot sín en með brotunum rauf hann skilorð fjögurra mánaða dóms sem hann hlaut árið 2005. Auk þess ber manninum að greið 185 þúsund krónur í sakarkostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×