Innlent

Fann blóðugar sprautunálar á bílastæði við Laugadalslaugina

Nálarnar sem fundust á bílastæðinu í dag.
Nálarnar sem fundust á bílastæðinu í dag.
Það var ófögur sjón sem blasti við sundlaugagesti í Laugadalslaug á aðalbílastæði við laugina um tvöleytið í dag. Þar rakst hann á tvær notaðar sprautur ásamt tveimur blóðugum nálum.

Maðurinn segist hafa farið inn og tilkynnt afgreiðslustúlku um þetta en þegar hann hafi verið þarna á ferðinni um klukkustund síðar hafi ekkert verið gert. Ásgeir Sigurðsson, staðgengill forstöðumanns Laugadalslaugar, segir að menn á vegum hreinsunardeildar Reykjavíkurborgar komi reglulega til að hreinsa bílastæðið. Þeir hafi síðast komið í fyrradag.

Ásgeir hafði ekki heyrt af þessum sprautunálum á bílastæðinu í dag, en sagði að hann myndi strax taka á því af festu. „Ég mun svo að sjálfsögðu fylgjast með ef þetta er eitthvað sem er að færast í aukana," segir Ásgeir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×