Innlent

Möguleikar ferjutilboðs kynntir ríkisstjórn á föstudag

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Gert er ráð fyrir að nýja ferjan líti nokkurn veginn svona út.
Gert er ráð fyrir að nýja ferjan líti nokkurn veginn svona út.

Samgönguráðherra mun á föstudag kynna fyrir ríkisstjórn þá valmöguleika sem Siglingastofnun leggur til vegna tilboðs Vinnslustöðvarinnar og Vestmannaeyjabæjar um smíði og rekstur nýrrar Vestmannaeyjaferju.

Frestur ríkisins til að svara tilboðinu mun að öllum líkindum framlengjast sem því nemur. Þessar upplýsingar fengust í samgönguráðuneytinu. Um er að ræða nýtt tilboð í ferjusiglingarnar sem Vestmannaeyingar gerðu eftir að fyrra tilboði var hafnað. Tilboðið hljóðar upp á 14,5 milljarða og gerir ráð fyrir smíði ferjunnar og rekstri hennar í 10 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×