Innlent

Kvörtunum um lausagöngu búfjár rignir yfir lögregluna

Kvörtunum um lausagöngu búfjár á þjóðvegum í Rangárþingi rignir yfir lögregluna á Hvolsvelli, en lausaganga er bönnuð með lögum á svæðinu.

Einkum eru það hross, kindur og nautgripir sem spóka sig á þjóðvegunum. En svo virðist bændum bústofninn laus í hendi, að þeir passa ekki einusinni upp á hænurnar, og barst lögreglunni nýverið kvörtun um lausar hænur við þjóðveginn í grennd við Hvolsvöll.

Nú er það bara spurningin hvort fiðurfénaður flokkast undir búfénað, en á þeirri skilgreiningu veltur hvort eigandi hænsnanna hefur gerst brotlegur við lög eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×