Innlent

Segir OR hafa tekið álver fram yfir kísilhreinsunarverksmiðju

Bæjarstjórinn í Ölfusi segir Orkuveitu Reykjavíkur hafa tekið álver fram yfir fyrirtæki sem framleiðir efni til að vinna orku úr sólinni með því að hafna Bitruvirkjun en samþykkja Hverahlíðarvirkjun.

Á sama fundi og Bitruvirkjun var slegin af í gærmorgun gaf stjórn Orkuveitunnar grænt ljós á aðra virkjun á Hellisheiði, Hverahlíðarvirkjun. Ólafi Áka Rangarssyni, sveitarstjóra í Ölfusi, þykir vont að verða af fyrirtæki sem átti að framleiða í Þorlákshöfn hágæða kísil í sólarrafhlöður sem vinna orku úr sólinni.

Sveitarstjórinn setur einnig spurningamerki við þau meginrök að verja þurfi Bitrusvæðið vegna hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×