Endanlega búið að eyðileggja gjafsóknarúrræðið 21. maí 2008 12:42 Það er endanlega búið að eyðileggja gjafsóknarúrræðið, segir Anna Guðný Júlíusdóttir, héraðsdómslögmaður. Dómsmálaráðherra breytti nýverið skilyrðum til gjafsóknar, en ráðuneytið segir aðgengi efnalítilla einstaklinga að dómstólum ekki hafa verið skert. Í byrjun árs setti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra nýja reglugerð um gjafsóknir þar sem fram kemur að ekki megi veita fólki gjafsókn ef það hefur meira en 1600 þúsund krónur í árstekjur, sem eru rétt rúmlega 130 þúsund krónur í mánaðarlaun. Samanlagðar tekjur hjóna eða fólks í sambúð mega ekki verið meira en tvær og hálf milljón, sem gerir um 104 þúsund krónur í mánaðarlaun á hvorn aðila. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Atli Gíslason, þingmaður Vinstri - grænna, hafa gagnrýnt þessa breytingu. Ragnar hefur sagt að tekjumörkin séu út í hött og Atli að flestar málsóknir séu ofviða fólki sem hefur undir 300 þúsund krónum í mánaðarlaun. Þriðji lögmaðurinn bætist í hóp gagnrýnenda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Anna Guðný Júlíusdóttir héraðsdómslögmaður að henni sé ofboðið. Það sé mikið réttlætismál að gjafsókn sé raunverulegt úrræði svo fólk geti fengið aðstoð lögmanns við að gæta hagsmuna sinna fyrir dómstólum. Með þessum tekjumörkum sé dómsmálaráðherra endanlega búinn að eyðilegga þetta úrræði nema að nafninu til. Hún segir alltof marga lenda í þeirri stöðu að þurfa að leita réttar síns en neyðist til að hætta við vegna kostnaðar. Það sé þá ekki lengur orðin spurning um hvað sé lagalega rétt og rangt heldur því hver hafi efni á að gæta hagsmuna sinna. Anna Guðný sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún hefði unnið að gjafsóknarmálum og langflest hafi þau verið forsjármál. Hún telur það ansi hart þegar svo er komið að fólk veigri sér við að gæta hagsmuna barna sinna vegna hættunnar á að málskostnaður verði þeim ofviða. Í tilkynningu sem birtist á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins, vegna fréttar 24 stunda um málið um helgina segir að tekjuviðmiðið í nýju reglugerðinni sé hærra en í þeirri gömlu. Auk þess segir að tekjumörkin séu ekki ófrávíkjanleg. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira
Það er endanlega búið að eyðileggja gjafsóknarúrræðið, segir Anna Guðný Júlíusdóttir, héraðsdómslögmaður. Dómsmálaráðherra breytti nýverið skilyrðum til gjafsóknar, en ráðuneytið segir aðgengi efnalítilla einstaklinga að dómstólum ekki hafa verið skert. Í byrjun árs setti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra nýja reglugerð um gjafsóknir þar sem fram kemur að ekki megi veita fólki gjafsókn ef það hefur meira en 1600 þúsund krónur í árstekjur, sem eru rétt rúmlega 130 þúsund krónur í mánaðarlaun. Samanlagðar tekjur hjóna eða fólks í sambúð mega ekki verið meira en tvær og hálf milljón, sem gerir um 104 þúsund krónur í mánaðarlaun á hvorn aðila. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður og Atli Gíslason, þingmaður Vinstri - grænna, hafa gagnrýnt þessa breytingu. Ragnar hefur sagt að tekjumörkin séu út í hött og Atli að flestar málsóknir séu ofviða fólki sem hefur undir 300 þúsund krónum í mánaðarlaun. Þriðji lögmaðurinn bætist í hóp gagnrýnenda í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar segir Anna Guðný Júlíusdóttir héraðsdómslögmaður að henni sé ofboðið. Það sé mikið réttlætismál að gjafsókn sé raunverulegt úrræði svo fólk geti fengið aðstoð lögmanns við að gæta hagsmuna sinna fyrir dómstólum. Með þessum tekjumörkum sé dómsmálaráðherra endanlega búinn að eyðilegga þetta úrræði nema að nafninu til. Hún segir alltof marga lenda í þeirri stöðu að þurfa að leita réttar síns en neyðist til að hætta við vegna kostnaðar. Það sé þá ekki lengur orðin spurning um hvað sé lagalega rétt og rangt heldur því hver hafi efni á að gæta hagsmuna sinna. Anna Guðný sagði í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 að hún hefði unnið að gjafsóknarmálum og langflest hafi þau verið forsjármál. Hún telur það ansi hart þegar svo er komið að fólk veigri sér við að gæta hagsmuna barna sinna vegna hættunnar á að málskostnaður verði þeim ofviða. Í tilkynningu sem birtist á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins, vegna fréttar 24 stunda um málið um helgina segir að tekjuviðmiðið í nýju reglugerðinni sé hærra en í þeirri gömlu. Auk þess segir að tekjumörkin séu ekki ófrávíkjanleg.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Sjá meira