Innlent

Ganga út frá að sprengja sé virk - Búið að rýma Snælandsskóla

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. MYND/Baldur

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar telja að sprengjan sem fannst við Furugrund í Kópavogi fyrr í dag sé frá síðari heimsstyrjöldinni. Þeir komu á vettvang laust fyrir klukkan þrjú.

Lögregla ákvað að rýma svæðið eftir að sprengjan fannst þegar verktaki var að grafa á byggingarsvæði á öðrum tímanum. Snælandsskóli er þar skammt frá og var ákveðið að rýma skólann í varúðarskyni. Foreldrar voru beðnir um að sækja börnin sín og laust eftir klukkan þrjú voru öll börn farin heim. Þá er leikskóli ekki langt þar frá en þar á bæ hefur öllum börnum verið komið fyrir í álmu lengst frá staðnum þar sem sprengjan fannst.

Guðmundur Ingi Rúnarsson, útivarðsstjóri hjá lögreglunni, segir að sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar séu búnir að skoða sprengjuna. Þeir telji að þetta sé að öllum líkindum sprengja úr seinni heimstyrjöldinni. Gengið er út frá því að hún sé virk þótt ekki sé hægt að fullyrða um það á þessari stundu. Gæslan hugðist sækja tæki til að takast á við sprengjuna en hún verður annaðhvort gerð óvirk á staðnum eða flutt annað til þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×