Áfram UMF stúdent? 28. mars 2008 03:30 Stúdentar á Íslandi eru stór og margleitur samfélagshópur. Í Háskóla Íslands einum saman eru yfir 10.000 nemendur sem þýðir að ef við, sem stundum þar nám, myndum taka okkur saman og flytja á einn stað væri þar komið eitt af stærri bæjarfélögum landsins. Í þessu bæjarfélagi væri að sjálfsögðu íþróttafélag eins og í öllum almennilegum bæjum, segjum að það heiti UMF stúdent og öll börn í bænum klæðast rauðum og gulum litum félagsins þegar þau eru úti í fótbolta og fallinni spýtu. Eins og tíðkast er mikil hverfisremba í gangi í bænum og íbúarnir afskaplega montnir af því að vera Háskóla-ingar og mæta á flesta íþróttaviðburði, þorrablót og taka þátt í að kjósa sér bæjarstjóra - því það er jú gott að búa í Háskólabæ! En Háskóli Íslands er ekki bæjarfélag. Og væri hann bæjarfélag væru sennilega fáir veifandi rauðum og gulum fánum UMF stúdents sé miðað við núverandi anda meðal stúdenta. Það ríkir því miður ekki mikil samkennd meðal okkar stúdenta. Við mætum í fyrirlestra og sitjum svo hvert í okkar horni með skilrúm á milli okkar, niðursokkin í bækur eða vafrandi á vefnum. Þess vegna þarf að minna á að við sem stundum nám við Háskóla Íslands erum stór hópur sem á margt sameiginlegt. Ég á bágt með að ímynda mér að margir stúdentar séu ánægðir með kjör sín, að þeir séu ánægðir með að þurfa að sætta sig við að fá útborguð laun tvisvar á ári - sem eru ekki einu sinni laun heldur lán. Eða að þeir stúdentar sem þurfa að mæta í tíma um helgar séu sáttir við það - svo fátt eitt sé nefnt. Flestir bera hins vegar harm sinn í hljóði og líta svo á að svona sé stúdentalífið á Íslandi, við því sé fátt hægt að gera. Það er hins vegar ekki rétt. Saman geta stúdentar myndað öflugt þrýstiafl með háværa rödd úti í samfélaginu sem krefst þess að hlutur þeirra sé réttur, innan veggja Háskólans sem og utan þeirra. Hlutverk Stúdentaráðs Háskóla Íslands er einmitt að virkja þessa rödd og vera hinn sýnilegi talsmaður stúdentahreyfingarinnar. Innan Stúdentaráðs og nefnda þess vinna tugir einstaklinga að því dagsdaglega að bæta hag nemenda á alla mögulega vegu, allt frá því að berjast fyrir hærri námslánum til þess að fá fleiri lampa í tilteknar byggingar. En Stúdentaráð er máttlaust hafi það ekki sterkt bakland og umboð stúdenta til að vinna í sína þágu. Töluverður hluti stúdenta veit vart af tilvist Stúdentaráðs eða telur það vera gagnslaust þar sem stúdentar vita ekki af því starfi sem þar fer fram. Þessu viljum við sem sitjum í Stúdentaráði breyta. Það skiptir ekki máli hvort fólk er í grunnnámi eða doktorsnámi, hvort það er mikið uppi í skóla eða ekki neitt - allir hafa tiltekin réttindi sem Stúdentaráð á að upplýsa þá um. Ef stúdent grunar að verið sé að brjóta á þeim réttindum eða hefur einhverjar spurningar er það svo hlutverk skrifstofu Stúdentaráðs að aðstoða hann og á sama hátt er það skylda stúdentsins að styðja við bakið á Stúdentaráði. Bitur sannleikurinn er því miður sá að þrátt fyrir að gott sé að búa í Háskólabæ er það einnig sá bær þar sem fátækt er langvarandi vandamál og íbúar eiga við alvarlegt vinnualkavandamál að stríða - og því verður ekki breytt nema allir séu virkir samfélagsþegnar og leggi hönd á plóg. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er formaður alþjóðanefndar SHÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentar á Íslandi eru stór og margleitur samfélagshópur. Í Háskóla Íslands einum saman eru yfir 10.000 nemendur sem þýðir að ef við, sem stundum þar nám, myndum taka okkur saman og flytja á einn stað væri þar komið eitt af stærri bæjarfélögum landsins. Í þessu bæjarfélagi væri að sjálfsögðu íþróttafélag eins og í öllum almennilegum bæjum, segjum að það heiti UMF stúdent og öll börn í bænum klæðast rauðum og gulum litum félagsins þegar þau eru úti í fótbolta og fallinni spýtu. Eins og tíðkast er mikil hverfisremba í gangi í bænum og íbúarnir afskaplega montnir af því að vera Háskóla-ingar og mæta á flesta íþróttaviðburði, þorrablót og taka þátt í að kjósa sér bæjarstjóra - því það er jú gott að búa í Háskólabæ! En Háskóli Íslands er ekki bæjarfélag. Og væri hann bæjarfélag væru sennilega fáir veifandi rauðum og gulum fánum UMF stúdents sé miðað við núverandi anda meðal stúdenta. Það ríkir því miður ekki mikil samkennd meðal okkar stúdenta. Við mætum í fyrirlestra og sitjum svo hvert í okkar horni með skilrúm á milli okkar, niðursokkin í bækur eða vafrandi á vefnum. Þess vegna þarf að minna á að við sem stundum nám við Háskóla Íslands erum stór hópur sem á margt sameiginlegt. Ég á bágt með að ímynda mér að margir stúdentar séu ánægðir með kjör sín, að þeir séu ánægðir með að þurfa að sætta sig við að fá útborguð laun tvisvar á ári - sem eru ekki einu sinni laun heldur lán. Eða að þeir stúdentar sem þurfa að mæta í tíma um helgar séu sáttir við það - svo fátt eitt sé nefnt. Flestir bera hins vegar harm sinn í hljóði og líta svo á að svona sé stúdentalífið á Íslandi, við því sé fátt hægt að gera. Það er hins vegar ekki rétt. Saman geta stúdentar myndað öflugt þrýstiafl með háværa rödd úti í samfélaginu sem krefst þess að hlutur þeirra sé réttur, innan veggja Háskólans sem og utan þeirra. Hlutverk Stúdentaráðs Háskóla Íslands er einmitt að virkja þessa rödd og vera hinn sýnilegi talsmaður stúdentahreyfingarinnar. Innan Stúdentaráðs og nefnda þess vinna tugir einstaklinga að því dagsdaglega að bæta hag nemenda á alla mögulega vegu, allt frá því að berjast fyrir hærri námslánum til þess að fá fleiri lampa í tilteknar byggingar. En Stúdentaráð er máttlaust hafi það ekki sterkt bakland og umboð stúdenta til að vinna í sína þágu. Töluverður hluti stúdenta veit vart af tilvist Stúdentaráðs eða telur það vera gagnslaust þar sem stúdentar vita ekki af því starfi sem þar fer fram. Þessu viljum við sem sitjum í Stúdentaráði breyta. Það skiptir ekki máli hvort fólk er í grunnnámi eða doktorsnámi, hvort það er mikið uppi í skóla eða ekki neitt - allir hafa tiltekin réttindi sem Stúdentaráð á að upplýsa þá um. Ef stúdent grunar að verið sé að brjóta á þeim réttindum eða hefur einhverjar spurningar er það svo hlutverk skrifstofu Stúdentaráðs að aðstoða hann og á sama hátt er það skylda stúdentsins að styðja við bakið á Stúdentaráði. Bitur sannleikurinn er því miður sá að þrátt fyrir að gott sé að búa í Háskólabæ er það einnig sá bær þar sem fátækt er langvarandi vandamál og íbúar eiga við alvarlegt vinnualkavandamál að stríða - og því verður ekki breytt nema allir séu virkir samfélagsþegnar og leggi hönd á plóg. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er formaður alþjóðanefndar SHÍ.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar