Erlent

Hátt í 60 þúsund Bandaríkjamenn smitast árlega af HIV

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blöðrum sleppt til að vekja athygli á umræðunni um alnæmi. Mynd/ AFP
Blöðrum sleppt til að vekja athygli á umræðunni um alnæmi. Mynd/ AFP

Mun fleiri Bandaríkjamenn sýkjast árlega af HIV veirunni en opinberar tölur þar í landi gefa til kynna. Þetta kemur fram í skýrslu sem Miðstöð smitsjúkdómavarna þar í landi gaf út. Þar segir að 56 þúsund manns hafi smitast af veirunni árið 2006.

Samkvæmt eldri opinberum tölum var talið að um 40 þúsund manns smituðust á ári. Miðstöð smitsjúkdómavarna telur þó ekki að smitum sé að fjölga heldur sé þessi breyting fremur til komin vegna betri greiningatækja.

Í fyrsta sinn er hægt að greina með blóðrannsóknum hve langt er síðan að einstaklingur hefur smitast af HIV og þannig er hægt að sjá hvaða ár hann smitaðist.

BBC greindi frá.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×