Í gærdag var tæplega tvítugur karlmaður handtekinn á Akureyrarflugvelli þar sem fíkniefnahundur lögreglunnar merkti hann við eftirlit. Í ljós kom að maðurinn hafði meðferðis um 10 grömm af efni sem talið er vera kókaín og hafði hann falið efnið í endaþarmi sínum. Að lokinni skýrslutöku var maðurinn látinn laus og málið telst upplýst.
Í gærkvöldi var lögreglan með eftirlit með fíkniefnum á og við árlegt busaball VMA. Afskipti voru höfð af fjórum einstaklingum og fundust meint kannabisefni hjá einum þeirra ásamt tækjum og tólum til neyslu fíkniefna. Einnig fundust umbúðir utan af fíkniefnum á öðrum. Fíkniefnahundur lögreglunnar var notaður við eftirlitið.