Vettel býst ekki við öðrum sigri í Síngapúr 25. september 2008 00:13 Sebastian Vettel og Mark Webber skoðuðu brautina í Singapúr og nánasta umhverfið. Þeir verða líðsfélagar á næsta ári. mynd: kappakstur.is Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza. Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza.
Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti