Vettel býst ekki við öðrum sigri í Síngapúr 25. september 2008 00:13 Sebastian Vettel og Mark Webber skoðuðu brautina í Singapúr og nánasta umhverfið. Þeir verða líðsfélagar á næsta ári. mynd: kappakstur.is Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza. Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Hinn ungi Sebastian Vettel frá Þýskalandi sem vann óvænt síðasta Formúlu 1 kappakstur segist ekki búast við sigri á nýju brautinni í Singapúr um helgina. Þetta segir kannski meira um hógværð hans en möguleika, því rigningu er spáð á götum Singapúr, meira og minna alla mótshelgina og við slíkar aðstæður hefur Vettel brillerað. Hann lék einleik á Monza brautinni í síðustu keppni, kom fyrstur í mark og enginn kappanna í titilslagnum komst í hálfkvisti við hann í hálkunni. ,,Ég geri mér grein fyrir því að við hjá Torro Rosso vorum lánsamir á Monza brautinni og aðstæður voru með okkur. Ég á ekki von á því að landa sigri í Singapúr og tel mig heppinn ef ég kemst aftur í tíu manna úrslit í tímatökum", sagði Vettel. Hann skoðaði einmitt borgina með Mark Webber, sem verður liðsfélagi hans hjá Red Bull á næsta ári. Verður sýnt frá heimsókn þeirra til borgarinnar í þættinum Rásmarkið á Stöð Sport á fimmtudagskvöld. Sá þáttur verður að stórum hluta tileinkaður Vettel, yngsta sigurvegarnum í Formúlu 1. Torro Rosso liðið gæti orðið mjög sterkt á Singapúr brautinni og félagi Vettels, Sebastian Bourdais hefur meiri reynslu en nokkur annar ökumaður í því að keppa í götukappkstri eins og í Síngapúr. Hann sagði flóðlýsing brautarinnar vel heppnaða, en allir ökumenn hafa áhyggjur af aðstæðum ef rignir eins og spáð er. Gerhard Berger, framkvæmdarstjóri Torro Rosso segir að með góðu skipulagi þá hafi liðinu tekist að landa sigri, þó hans lið sé aðeins skipað 160 starfsmönnum, en keppinautarnir allt að 1000 manna starfsliði. Að vonum er góður andi innan Torro Rosso liðsins og trúlega vona menn þar á bæ, að úrhellisrigning verði á mótsdag eins og á Monza.
Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira