Viðskipti erlent

Jón Ásgeir: Moss-hlutur á 40 prósenta yfirverði

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group
Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, staðfestir við Vísi að félagið hafi selt 28 prósenta hlut sinn í Moss Bros til Phillip Green. Hann segir að hluturinn hafi farið á 40 prósenta yfirverði.

„Salan á bréfunum í Moss Bros kemur í kjölfar þess að við hættum við yfirtöku á félaginu. Salan sýnir einnig að við þurfum ekki að vera selja eignir erlendis á brunaútsölu heldur er hægt að hámarka verðmæti eigna með skynsömum hætti," segir Jón Ásgeir í samtali við Vísi og bætir við að hluturinn hafi selst á 40 prósenta yfirverði.








Tengdar fréttir

Philip Green keypti hlutinn í Moss Bros

Sir Philip Green keypti 28% hlutinn í Moss Bros sem seldur var í morgun. Timesonline segir að hluturinn hafi verið í eigu Baugs Group en Bloomberg-fréttaveitan segir að hluturinn hafi verið í eigu Kaupþings.

Segir að 28% hlutur Kaupþings í Moss Bros hafi verið seldur

Hlutir í bresku verslunarkeðjunni Moss Bros hækkuðu um 40 prósent í morgun í kjölfar fregna um sölu á 28 prósenta hlut í keðjunni. Bloomberg-fréttaveitan segir að hluturinn sé jafnstór og nam eign Kaupþings í Moss Bros og gerir að því skóna að sá hlutur hafi verið seldur í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×