Frost í hagkerfinu má ekki verða of mikið Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. maí 2008 06:00 Davíð Oddsson Við kynningu á nýju samkomulagi Seðlabanka Íslands við seðlabanka Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar um gjaldmiðlaskipti í gærmorgun. Fréttablaðið/Vilhelm Með aðgerðum Seðlabanka Íslands í gær batna forsendur til að verðbólguskotið, sem nú stendur yfir, gangi yfir með eðlilegum hætti, að mati Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Hins vegar er ekki annað að sjá en hagkerfið hafi kólnað mjög og verkefnið fram undan kannski ekki einungis að gæta að verðbólgu, heldur að því að hagkerfið kólni ekki um of,“ bætir hann við og bendir á að teikn séu um að margt sé þegar tekið að frjósa fast. Helsta vandamál krónunnar um þessar mundir er skertur vaxtamunur á gjaldmiðlaskiptamarkaði, segir greiningardeild Kaupþings. Vandinn kemur meðal annars fram í að kaup á krónum í framvirkum samningum bera enga vexti og gera hana að lakari fjárfestingarkosti. Greiningardeildin bendir á að kjör á gjaldmiðlaskiptamarkaði hafi ekki batnað í kjölfar kynningar á gjaldeyrisskiptasamkomulagi Seðlabanka Íslands við seðlabanka Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs í gær. „Enda hafa aðgerðirnar ekki bein áhrif á aðgengi bankanna að gjaldeyri,“ segir í skrifum greiningardeildarinnar. Helsta forsenda þess að gjaldmiðlaskiptamarkaðurinn komist í betra horf er sögð vera að aðgangur bankanna að erlendum gjaldeyri batni. „Samningarnir sem Seðlabankinn kynnti í gær hafa að meginmarkmiði að gefa Seðlabankanum færi á að lána bönkunum laust fé í erlendri mynt ef aðra kosti þrýtur og að því leytinu til skapar þetta aukið traust á fjármálakerfinu. En þetta er verkefni á sviði fjármálastöðugleika, ekki allsherjarinnlegg við lausn efnahagsvanda,“ segir Ólafur Ísleifsson og bætir við að hér hafi ríkisvaldið horft upp á mikinn uppgang bankakerfisins og með glöðu geði tekið við tugum milljarða skatttekna úr því í ríkissjóð án þess þó að hreyfa legg eða lið til að bæta starfsumhverfi atvinnugreinarinnar. „Aðgerð Seðlabankans nú er því mjög jákvæð og menn hljóta að mega vænta þess í ljósi yfirlýsinga bankans og forsætisráðherra að sambærilegir samningar við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka líti dagsins ljós,“ segir hann, og í sama streng tekur greiningardeild Kaupþings. Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Með aðgerðum Seðlabanka Íslands í gær batna forsendur til að verðbólguskotið, sem nú stendur yfir, gangi yfir með eðlilegum hætti, að mati Ólafs Ísleifssonar, lektors við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. „Hins vegar er ekki annað að sjá en hagkerfið hafi kólnað mjög og verkefnið fram undan kannski ekki einungis að gæta að verðbólgu, heldur að því að hagkerfið kólni ekki um of,“ bætir hann við og bendir á að teikn séu um að margt sé þegar tekið að frjósa fast. Helsta vandamál krónunnar um þessar mundir er skertur vaxtamunur á gjaldmiðlaskiptamarkaði, segir greiningardeild Kaupþings. Vandinn kemur meðal annars fram í að kaup á krónum í framvirkum samningum bera enga vexti og gera hana að lakari fjárfestingarkosti. Greiningardeildin bendir á að kjör á gjaldmiðlaskiptamarkaði hafi ekki batnað í kjölfar kynningar á gjaldeyrisskiptasamkomulagi Seðlabanka Íslands við seðlabanka Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs í gær. „Enda hafa aðgerðirnar ekki bein áhrif á aðgengi bankanna að gjaldeyri,“ segir í skrifum greiningardeildarinnar. Helsta forsenda þess að gjaldmiðlaskiptamarkaðurinn komist í betra horf er sögð vera að aðgangur bankanna að erlendum gjaldeyri batni. „Samningarnir sem Seðlabankinn kynnti í gær hafa að meginmarkmiði að gefa Seðlabankanum færi á að lána bönkunum laust fé í erlendri mynt ef aðra kosti þrýtur og að því leytinu til skapar þetta aukið traust á fjármálakerfinu. En þetta er verkefni á sviði fjármálastöðugleika, ekki allsherjarinnlegg við lausn efnahagsvanda,“ segir Ólafur Ísleifsson og bætir við að hér hafi ríkisvaldið horft upp á mikinn uppgang bankakerfisins og með glöðu geði tekið við tugum milljarða skatttekna úr því í ríkissjóð án þess þó að hreyfa legg eða lið til að bæta starfsumhverfi atvinnugreinarinnar. „Aðgerð Seðlabankans nú er því mjög jákvæð og menn hljóta að mega vænta þess í ljósi yfirlýsinga bankans og forsætisráðherra að sambærilegir samningar við Seðlabanka Evrópu og Englandsbanka líti dagsins ljós,“ segir hann, og í sama streng tekur greiningardeild Kaupþings.
Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira