Skoðun

Sannleikurinn er góður grunnur

Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að tryggja hagsmuni íslenska ríkisins í þeirri stöðu sem upp er komin. Verja fjölskyldurnar í landinu, ná sem hagstæðustum samningum hvað varðar uppgjör á erlendu hlutum bankanna, leita réttar okkar gagnvart Bretum og tryggja að orðspor lands og þjóðar beri ekki varanlegan skaða af. Jafnframt þarf að treysta stoðir íslensks fjármálakerfis þannig að uppbygging til framtíðar í íslensku atvinnulífi standi traustum fótum.

Þótt núna sé ekki tíminn til að þrátta er nauðsynlegt að leiðrétta misskilning þegar hann kemur upp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skýtur því inn í grein sem birtist í Fréttablaðinu 17. október sl. að Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi neitað að afhenda Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans OR fyrir ári síðan.







Sigrún Elsa Smáradóttir.
Hið rétta er að fyrsti meirihluti þessa kjörtímabils sprakk við það að allir sjö borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tilkynntu að þeir ætluðu að selja hlut Orkuveitunnar í hinu sameinaða fyrirtæki. Það hefði þýtt að eigendur GGE hefðu getað neytt forkaupsréttar og eignast hið sameinaða félag með tuttugu ára einkaréttarsamningi á erlendum verkefnum OR og ótakmörkuðum aðgangi að þekkingu og starfsfólki OR. Það var til að afstýra þessum fyrirætlunum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem Tjarnarkvartettinn var myndaður og farsæl þverpólitísk sátt náðist um málið.

Þessi tvö mál eiga það sammerkt að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm og til þess að hægt sé að draga lærdóm af því sem aflaga hefur farið er nauðsynlegt að hafa réttar staðreyndir til hliðsjónar. Rangfærslur eyða aðeins mikilvægum tíma og tefja farsæla lausn mála og uppbyggingu til framtíðar.

Höfundar eru borgarfulltrúar.








Skoðun

Sjá meira


×